Fjallageiturnar

Sunnudaginn 2. september hófst langtíma styrktarátak þar sem við ætlum að toppa fjallstinda Íslands og út í heimi til minningar og heiðurs þeirra sem fallið hafa frá af völdum ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja og annara fíkniefna. Við munum flagga fánanum “Ég á bara eitt líf” á hæstu og fegurstu stöðum landsins til þess að vekja athygli á málefninu.

Ferðir fánans – Hér verður hægt að fylgjast með ferðum fánans, bæði með myndum og fréttum.

Panta fánann – Styrktarátak þetta er opið öllum og hvetjum við alla að taka þátt með okkur. Við lánum fánann og þú/þið toppið fjallstinda stóra sem smáa hvar sem er í heiminum.

Til að panta fánann hafið samband við Elísabetu Pálmadóttir, í netfangið egabaraeittlif@gmail.com